Hvernig getur kæling hjálpað þér?

Hvernig getur kæling hjálpað þér?

Listen to article
Audio is generated by DropInBlog's AI and may have slight pronunciation nuances. Learn more

Það að notfæra sér kælimeðferð er alls ekkert nýtt á nálinni en hefur þessi umræða oft skapað skiptar skoðanir á milli fólks. Í þessari grein er ætlunin að hjálpa þér að skilja betur hvernig kæling virkar á líkamann og hvernig þú getur notað hana til að hjálpa þér!

Kælimeðferðir eru margar eins og þær eru misjafnar en þær geta verið allt frá því að kæla einstakan líkamshluta yfir í kælingu fyrir allan líkamann eins og kælibað. Kælimeðferð eins og hún gefur til kynna lækkar hitastig líkamans á meðan kælingu stendur sem getur haft jákvæð áhrif á vöðva, bólgur, liðamót og verki. Kæling virkar þannig að hún þrengir æðar líkamans og þar af leiðandi minnkar blóðflæði tímabundið á meðan meðferðinni stendur. Hitameðferð hinsvegar víkkar æðar líkamans og þar af leiðandi eykur hún blóðflæðið tímabundið á meðan meðferð stendur. 

Kuldi Sleeve - kæling

Kælimeðferð getur einnig virkað sem verkjastillandi lausn. Kæling virkjar skyntauganema líkamans sem eru staðsettir í húðinni. Þessir nemar senda af stað taugaboð til heilans sem ferðast hraðar til heilans en sársaukaboðin. Þannig getur kæling deyft sársauka á meðan á henni stendur. Þetta getur einnig verið gríðarlega hjálplegt þegar mikill sársauki getur stafað af bólgum í liðamótum eftir amstur dagsins. Vart er samt að benda á að bólgur eru nauðsynlegar til þess að venjuleg viðgerðarstarfsemi geti átt sér stað en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir að of miklar bólgur myndist og hjálpa líkamanum við úthreinsunar ferlið. Þegar bólgur líkamans eru byrjaðar að vera þrálatt vandamál skiptir miklu máli að við hjálpum líkamanum að losa okkur við bólgurnar með því að hjálpa endurheimtarferlinu. Þetta gerum við til dæmis með því að kæla og setja þrýsting á bólgusvæðin okkar. Einnig er hægt að losa sig við bólgur líkamans með hreyfingu, hvíld, nuddi, bólgulosandi matarræði og fleira.

Hvernig getur þú notfært þér Kulda Sleeve til þess að líða betur í líkamanum?

  • Með því að veita þreyttum vöðvum slökun eftir amstur dagsins.
  • Koma í veg fyrir óþarfa bólgumyndun með því að minnka blóðflæðið á meðferðarsvæðinu.
  • Hjálpa til við úthreinsunarferlið með því að kæla og hita/hreyfa þig til skiptis.
  • Minnkað verki með því að deyfa sársaukan á meðan kælingu stendur.
  • Hjálpað þreyttum vöðvum að ná slökun fyrir svefninn svo þú hvílist betur.
  • Minnkað blóðflæði og hita á meiðslasvæðum til að koma í veg fyrir of mikinn skaða sökum bólgu.
  • Minnkað streitu og stress með því að veita slökun á álagssvæðin okkar.

kæling

Kuldi Sleeve getur þess vegna verið afar hjálplegt tól sem auðvelt er að grípa í og nota við alls konar eymslum og kvillum eins og:

Taugaverkjum

Þreytuverkjum

Þreyttum vöðvum

Þreyttum liðamótum

Höfuðverkjum

Bólguverkjum

Bólgusjúkdómum

Ýttu hér til að næla þér í eintak og hefja þitt endurheimtar ferðalag!

« Til baka í yfirit